top of page
IMG_9406.jpg

Dólómíta og Prosecco hæðir

Þessi ferð er einstök upplifun sem býður upp á ógleymanlega blöndu af því besta  sem tvö heimsminjaskráarsvæi UNESCO bjóða uppá. Við göngum um stórbrotna náttúru hinna goðsagnakenndu Dólómítafjalla með hrikalegum hvítkölkuðum klettaveggjum og ævintýralegu fjallaútsýni. Síðan njótum við sólríka Prosecco-svæðisins, þar sem gróskumiklar hæðir  mynda kjöraðstæður fyrir vínþrúgur ítalska gæðavínsins Prosecco.

Ferðin sameinar hæfilega hreyfingu, náttúrufegurð, menningu og  vínsmökkun.

 

Dagsetningar: 31.8-7.9 Blönduð og 7.-14. september skvísuferð.

Verð: 359.000 kr 
 

DAGSKRÁ:

 

Dagur 1: Flugdagur

Flogið frá KEF  til Milano. Rútuferði í 4 klst  upp í hinn fræga skíða og útvistarbæ Cortina. Gisting á góðu hóteli í miðbænum.

 

Dagur 2: Tindarnir þrír -Three Peaks.  

Dagurinn hefst með stuttu skutli upp í skálan Auronzo sem er beint fyrir neðan hina heimsfrægu “Tree Peaks”. Í fjallastríðinu í fyrir heimstyrjöldinni börðust Ítalía og Austurríki-Ungverjaland um þessa glæsilegu tinda sem eru líklega þekktasta bergmyndun  Dólómítafjallanna.   Við höfum möguleika á að a. ganga hálfhring í kringum tindana og niður í Rienz-dalinn til Dreizinnenblick þaðan sem við tökum rútu eða b. ganga heilan hring í kringum tindana.

  1. Hækkun 300, lækkun  1.000 m.  13 km, 5 klst ganga

  2. Hækkun 350, Lækkun 350 m. 9 km, 4 klst ganga

 

Dagur 3: Cortina – Cinque Torri – Cortina

Í dag tökum við strætó upp að hinum þekktu Cinque Torri, sem eru fimm stakstæðir klettastapar. Þetta svæði er er eitt af vinsælustu útivistarsvæðum Dólómítanna sem göngu, skíða og klifursvæði. Við göngum hringinn í kringum stapana fimm með mögnuðu útsýni og skoðum m.a sögufrægt útisafn frá fyrri heimstyrjöldinni.

Hækkun 560 m, lækkun 360 m. 9 -11 km, 4-5 klst. ganga.
 

Dagur 4: Cortina – Veneto – Prosecco Hills

Við pökkum niður og höldum suður á bóginn áleiðis til Prosecco hæða. Við stoppum í bænum Vittorio Veneto sem er höfuðborg héraðsins Veneto.  Þar hefjum við göngudaginn inn í átt að Prosecco hæðunum. Við fáum útsýni til norðurs yfir Dólómítafjöllin  og hæðirnar (Pree Alps)og   til suðurs yfir Prosecco hæðirnar. Við endum daginn á að ganga eftir fallegum vötnum Lago de Lago og Lago de Santa María. Við komum okkur fyrir á góðu hóteli með Spa. 

 

Dagur 5: Tarzo - Arfanta - Pieve di Soligo

Við göngum í gengum skóglendi og vínræktarsvæði og eftir þægilega hækkun komum við í lítið þorp sem heitir Arfanta þar sem við fáum okkur hádegisverð, Þaðan er dásamlegt útsýni yfir þorp og hæðirnar allt um kring. Við höldum áfram göngunni til Bivacco Marsini að endurgerðri 17. aldar vatnsmyllu sem heitir Molinetto della Croda. Við höldum áfram í gegnum lítinn bambusskóg og í gegnum vínrætarland til Soligo.

10-12 km , u.þ.b. 5 klst. ganga

 

Dagur 6: Col San Martino - Soligo 

Þessi dagleið býður upp á óviðjafnanlegt útsýni. Stígurinn okkar liggur í hlykkjum um vínviðarþaktar hæðirnar í Soligo. Þarna erum við stödd í mekka Procecco og ef við erum heppin fylgjumst við með þegar verið er að handtína berin af runnunum.

Eftir stutt skutl í Col San Martino og smá klifur komum við upp að fallegu litlu kirkjunni San Gallo og gulrótin á toppnum er dásamlegur lítill veitingastaður þar sem við fáum okkur hádegisverð með möguleika á vínsmökkun í hjarta Prosecco vínræktarsvæðisins. Áfram er haldið fram hjá Col Bria að helgidómnum Collagù en nafnið er dregið af beittri lögun fjallsins ofan við helgidóminn.  Við höldum áleiðis niður með hryggnum í átt að Soligo og endum á hótelinu, vinsmökkun og kvöldverður.

11 km, u.þ.b. um 5 klst. ganga

 

Dagur 7: Pieve di Soligo - Bassano del Grappa.

Við kveðjum Soligo og ökum til Bassano del Grappa.   Þessi bær á sér stóra sögu og þar á  drykkurinn grappa á uppruna sinn, við skoðum Grappa safnið og njótum bæjarins það sem eftir er af deginum. Gisting í Bassano del Grappa. 
 

Dagur 8: Heimflug

 Rúta til Milano 2,5 tímar   og flug heim.

 


Innifalið

  • Gisting á 3. og 4. * hótelum með morgunverð í 7 nætur

  • 3 x kvöldverðir 

  • 1 x vínsmökkun 

  • Farangurstrúss milli hótela

  • Allt skult skv. dagskrá 

  • Íslensk fararstjórn og leiðsögn

 

Ekki Innifalið

  • Millilandaflug 

  • Kvöldverðir í Cortina 

  • Hádegisverðir

  • Drykkir

  • Gistináttaskattur

Bókaðu núna

  • Facebook
  • Instagram

©2023  Millu og Krillu Ferðir

bottom of page