Ferðaskíði í Bjarnarfirði
Service Description
Skíðaganga er ein besta og skemmtilegasta hreyfing og útivist sem hægt er að finna á veturna. Við ætlum að bjóða ykkur norður á Strandir, þar sem við gistum 3 nætur á notalegu hótelinu okkar, Laugarhóli í Bjarnafirði. Ferðast verður út frá hóteli, annað hvort setjum við á okkur skíðin á hlaðinu eða við nýtum okkur stutt skutl til að kanna nýjar leiðir. Gist verður í tveggja og þriggja manna herbergjum með sérbaði. Hótelið býður upp á flottan íþróttasal sem við nýtum í teygjur, jóga og dans, kósý setustofu og síðast en ekki síst heita sundlaug með náttúrulaug þar sem frábært er að slaka á eftir skíðadaginn. Þessi ferð er hugsuð fyrir alla ferðaskíðaiðkendur, byrjendur jafnt sem lengra komna. Bjarnarfjörður býður upp á endalausa möguleika og er dásamtlegt fyrir alla sem vilja komast í stutt frí í sveitinni með þægilegri hreyfingu og góðri slökun.
Upcoming Sessions
Contact Details
milluogkrilluferdir@gmail.com


