top of page
Slo forsíða.jpeg

Ævintýra og upplifunarferð um Slóveníu

Dagsetning: 4. september -11.september 2026.

Þessi ferð er fyrir þá sem vilja fjölbreytta upplifun. Hér sameinast gönguferðir, hjólreiðar, flúðasiglingar og ævintýri í ósnortinni náttúru með menningu, sögu og notaleg kvöld í fallegum bæjum og fjallaskálum.

Við hefjum ferðina í heillandi Ljubljana og höldum áfram að heimsþekktum náttúruperlum eins og Bled-vatni og Bohinj-vatni, þar sem spegilslétt vötn, fjöll og skógar skapa einstakt umhverfi fyrir léttar göngur og stórkostlegt útsýni. Þaðan liggur leiðin inn í Triglav-þjóðgarðinn, hjarta Júliönsku Alpanna, þar sem við göngum fáfarna stíga, gistum í fjallaskálum og upplifum hið sanna fjallaævintýri – langt frá ys og þys.

Ferðin þróast síðan úr gönguferð í sannkallaða «multi-activity» upplifun. Við göngum niður gleymda dali, hjólum rafhjólum um grænan Soča-dal og skiptum gönguskóm út fyrir neopren þegar við förum í flúðasiglingu á einni fegurstu á Evrópu. Í ævintýrabænum Bovec gefst svigrúm til að velja eigin takt – slaka á eða bæta við adrenalíni með zip-line, canyoning, fjallahjólreiðum eða frekari göngum.

Við ljúkum ferðinni í hlýlegu vínhéraði Goriška Brda þar sem við fögnum ævintýrinu með góðum mat og vínsmökkun – fullkominn endir á ferð sem sameinar náttúru, hreyfingu, ævintýri og ógleymanlegar upplifanir.

 

Verð á mann í tveggja manna herbergi: kr. 395.000. 

Staðfestingargjald 70.000 greiðist við skráningu.

Farastjóri er Linda Udengard og tveir staðar-leiðsögumenn.


Leiðarlýsing:

Dagur 1: Ferðadagur - Ljublijana

Flogið til Feneyja. Rútuferð (2,5 klst) til Ljubljana þar sem við gistum fyrstu nóttina
Aksturstími: 2 klst. 30 mín.

Ljubljana höfuðborg Slóveníu, er lífleg og heillandi borg þekkt fyrir fallegar götur, litrík hús og hlýlegt andrúmsloft. Gamli bærinn er fullur af kaffihúsum, brúm og listaverkum, og yfir borginni trónir Ljubljana-kastalinn með frábæru útsýni. Ef tími gefst til getum  við rölt upp að kastalanum áður en við finnum okkur eitthvað gott að borða.

Gisting í Ljubljana
 

Dagur 2:  Bledvatn og Bohinjvatn

Bled-vatn er eitt þekktasta og mest heimsótta náttúruundrið í Slóveníu. Það liggur við rætur Júlíönsku Alpanna og er umkringt skógi og fjallahring sem speglast í tærbláu vatninu. Í miðju vatnsins rís lítil og heillandi eyja, Bled-eyja, með sögulegri kirkju og bjölluturni sem margir ferðamenn heimsækja. Vatnið er þekkt fyrir rólegt og friðsælt andrúmsloft, fallegar strendur og stórbrotið útsýni hvert sem litið er. Á 130 metra háum kletti ofan vatnsins trjónir Bled-kastali.

Við göngum meðfram vatninu og upp á útsýnisstað áður en ekið er áfram í Bohinj-svæðið. Bohinj-vatn og umhverfi þess er ótrúlega fallegt svæði. Fjöldi fallegra gönguleiða liggja til útsýnisstaða, gegnum gljúfur og að fossum.  Gangan hefst í Ribčev Laz og liggur upp á útsýnisstaðinn Peč, þaðan sem við njótum stórkostlegs útsýnis yfir vatnið og fjöllin. Við höldum áfram í gegnum heillandi þorp sem heitir Stara Fužina og áfram inn í Mostnica-gljúfrið, þar sem tærblátt vatnið liðast í gegnum mjóa kletta.

Fullkomin dagleið til að upplifa náttúrufegurð Bohinj.

Göngutími: 3–4 klst., 10 km, létt ganga

Gisting í Bohinj
 

 

Dagur 3: Gengið um fáfarna stíga í Triglav-þjóðgarðinum

Í dag hefst ævintýraleg ganga í gegnum þéttan og töfrandi greniskóg, um fáfarna stíga og upp í afskekkt fjöll. Við munum smakka heimagerðar mjólkurafurðir beint frá býli í fjallabæjum og njóta útsýnis yfir Triglav-fjall áður en komið er í fjallaskálann þar sem gist verður. Við þurfum að bera með okkur föt og búnað fyrir þrjá daga. Aðalfarangurinn verður fluttur í hótelið í dalnum.

Göngutími: 6 klst., 11 km, hækkun +1050 m, lækkun –400 m.

Svefnsalur eða sérherbergi gegn auka gjaldi

 

Dagur 4: Gengið í Sjö vatna Triglav dalinn

Við njótum útsýnisins með kaffibollann fyrir utan skálann áður en við höldum af stað yfir hrjóstruga Hribarice-hásléttuna og inn í Svö vatna dalinn þar sem skálinn okkar stendur. Þó það sé freistandi að baða sig í tæru vatninu er það stranglega bannað.  

Göngutími: 6 klst., 10 km, hækkun +850 m, lækkun – 630 m .

Einungis svefnsalur.

  • WiFi: nei

  • Símasamband: lítið sem ekkert

  • Salerni: moltusalerni

  • Sturtur: ekki í boði

  • Drykkjarvatn: vatnsuppspretta u.þ.b. 10 mín. frá skálanum

  • Kreditkort: já, en gott að hafa reiðufé

 

Dagur 5: Gengið í gegnum gleymdan dalinn Triglav-þjóðgarðs

Við yfirgefum grýtt og hrjóstrugt landslagið og fikrum okkur niður þægilegan steinlagðan múlasnastíg, sem ítalski herinn lagði eftir fyrri heimstyrjöldina, inn í fallega og afskekkta Trebiški dol–dalinn. Þar gnæfa yfir stórbrotnir himinhjáir fjallatindar. Dalurinn er gott dæmi um landslagið í efri hluta Soča-dalsins, þar sem gróskumikill grænn litur umlykur ykkur og hópar af gemsum og fjallageitur finnast á beit.

Þegar komið er í dalinn fáum við okkur hádegismat og höldum svo leið okkar áfram á rafhjólum til ævintýrabæjarins Bovec þar sem við gistum í tvær nætur.

Göngutími: 3,5 klst., 11 km, hækkun 0 m, lækkun –1450 m
Hjól: 2,5 klst., 23 km, hækkun +290 m, lækkun –450 m

Gisting í Bovec
 

Dagur 6: Ævintýri í Bovec

Við ætlum að eyða öllum deginum í Bovec sem er líflegt fjallaþorp í hjarta Júliönsku-Alpanna og sankallaður höfðustaður ævintýraíþrótta í Slóveníu. Umkringt tignarlegum tindum, fossum og gljúfrum býður Bovec upp á óteljandi möguleika fyrir útivist: fjallahjólreiðar, gönguferðir, zip-line, canyoning og kajak eru aðeins brot af því sem svæðið hefur upp á að bjóða. Þorpið sjálft er notalegt og lágstemt, með góðum veitingastöðum og afslöppuðu andrúmslofti. Hér sameinast fjallastemning, náttúrufegurð og adrenalín á einum stað. Við getum valið um að slappa af eða velja okkur afþreyingu. Önnur nótt í Bovec

Möguleg afþreying:

  • Gönguferð um faldar perlur Soča-dals.

  • Flotferðir:  Soča er vinsælasta og skemmtilegasta á landsins fyrir flotferðir!

  • Fossa- og giljaferð (canyoning).

  • Zip-line fyrir þá sem vilja adrenalín.

  • Fjallahjólreiðar – ótal möguleikar!

  • Golf ( 9 holu golfvöllur)

Dagur 7: Flúðasigling og gönguferð í Soča-dal

Við byrjum daginn með því að skiptum út gönguskóm fyrir neoprenfatnað og förum í rólega  fjótaferð «river rafting» þar sem við kynnumst ánni Soča frá nýju sjónarhorni – Þetta er frábær upplifun í fallegu umhverfi.

Eftir siglinguna förum við aftur í gönguskóna og göngum til  Kobarid sem er eitt sögufrægasta þorp í Slóveníu, þekkt fyrir dramatíska atburði fyrri heimsstyrjaldar og stórkostlega náttúru.

Þorpið varð heimsþekkt fyrir orrustuna um Kobarid, eina af stærstu og áhrifamestu orrustum á Ítalíuvígstöðvunum árið 1917. Í dag segir Kobarid-sögusafnið sögu svæðisins á áhrifaríkan hátt og er eitt besta stríðsminjasafn Evrópu. Stutt og falleg gönguleið leiðir okkur að Kozjak-fossinum, einum fegursta fossi Slóveníu.

Við endum daginn með akstri til vínhéraðsins Goriška Brda. Kveðjukvöldverður og vínsmökkun. 

Rafting: 8 km
Gönguferð: 3 klst., 10 km, hækkun +300 m, lækkun –400 m

Gisting í Goriška Brda
 

Dagur 8 - Heimferð

Akstur til flugvallarins í Feneyjum.
Aksturstími: 1 klst. 30 mín.

Innifalið:

  • 5 nætur með morgunverði á 3* og 4* hótelum, í tveggja manna herbergi

  • 2 nætur í fjallaskálum með morgunverði og kvöldverði

  • Íslenskur fararstjóri og enskumælandi staðarleiðsögumaður 

  • 7 morgunverðir, 2 kvöldverðir, 6 hádegismáltíðir (mögulega nesti á göngudögum, háð veðri)

  • Allur flutningar samkvæmt ferðaáætlun, þar með talið flugvallar- og farangursflutningur

  • Leiga á rafhjóli í Soča-dal

  • Flúðasiglinga á Soča á

Ekki innifalið:

  • Flug

  • Drykkir

  • Máltíðir sem eru ekki nefndar í dagskrá

  • Tryggingar

  • Persónuleg útgjöld

  • Annar kostnaður sem ekki er sérstaklega nefndur í inniföldu þjónustunni

Athugið að bera þarf farangur c.a 7 kg til tveggja nátta á bakinu.

Bókaðu núna

  • Facebook
  • Instagram

©2023  Millu og Krillu Ferðir

bottom of page