top of page
Viknaslodir-i_03_edited.jpg

Gönguhópur Haust 2025
Útivist • Hreyfing • Samvera


Gönguhópur haustsins 2025 – Skráning hafin!

Í haust sameinum við náttúru, félagsskap og reglulega hreyfingu í gönguhópi sem hentar þeim sem vilja halda sér í gönguformi og njóta útivistar í fallegu umhverfi. Við hittumst á fimmtudögum kl. 18 og nýtum birtuna og veðrið í upphafi haustsins til að fara í lengri göngur. Þegar dimmir meira færum við okkur nær höfuðborgarsvæðinu og njótum fallegra gönguleiða í nágrenninu. Fjórar dagsferðir verða í september og október.

 

Kynningarganga – opin öllum! Fimmtudaginn 21. ágúst (auglýst nánar síðar á FB)
 

Dagskrá: Hefst 11.september og stendur til 27.nóvember
 

Fimmtudagar kl. 18

  • 12 fjölbreyttar göngur

  • Bæði nær og fjær höfuðborgarsvæðinu

 

Laugardagar kl.9 eða 10

  • 4 dagsgöngur

  • 13. og 27.september

  • 11. og 25.október


Við höfum tekið saman lista yfir áhugaverðar gönguleiðir og fjöll sem koma til greina, en endanlegt val fer eftir veðri. Hópurinn hentar þeim sem eru í gönguformi og hafa gaman af útivist í góðum félagsskap.

 

Fimmtudagsgöngur  kl.18: (val)
Írafell og Hádegisfjall, Kjalarnestá, Leirvogsvatn og Guðnahellir, Mosfell og meðfram Leirvogsá, Sandfell í Kjós, Snókur við Skarðsheiði, Jórutindur, Sporhelludalur, Lokufjall og Hnefi, Meðalfell, Austurhlíðar Reykjavíkur, Vífilstaðarhlíð og nágrenni, Heiðmörk, Vatnsliðarhorn og Lambhagi, Tordalshryggur og Hjálmur, Skógræktin í Krísuvík, Þverfell og Bæjarfell.

 

Laugardagsgöngur kl 9 eða 10: (val)
Móskarðahnúkar og Trana, Þingvellir, Nesjavellir- Hveragerði, Ölfusvatnsfjöll, Dagmálafell, Stóra Öxl og Álútur.

Hægt er að kaupa staka göngu fyrir gesti sem eru í gönguformi.

Verð: 62.000 kr

Hægt að nýta styrki frá stéttarfélögum/vinnustöðum.


Leiðbeinendur verða Emelía Blöndal og Rakel G. Magnúsdóttir​

Bókaðu núna

  • Facebook
  • Instagram

©2023  Millu og Krillu Ferðir

bottom of page