
Gönguhópur Vor 2026
Útivist • Hreyfing • Samvera
Þjálfun fyrir sumarið 2026 – skráning hafin!
Dagskrá:
• 3. mars – 27. maí
• 13 kvöldgöngur
• 4 dagsgöngur
Í mars byrjum við markvisst að byggja okkur upp fyrir sumarið. Við tökum fyrstu vikurnar rólega og bætum svo smám saman í eftir því sem birtan lengist og veðrið vinnur með okkur. Markmiðið er að skapa sterkan grunn fyrir sumarið – sérstaklega fyrir þau sem ætla í lengri eða krefjandi ferðir.
Þjálfunin hentar öllum sem vilja komast í gott gönguform, finna meiri styrk og þol og njóta þess að vera úti í fallegu umhverfi í góðum félagsskap.
Kynningarganga – opin öllum þriðjudaginn 3.mars (auglýst nánar síðar á FB)
Dagskrá: Hefst 3. mars og endar 27. mai 2026
Þriðjudagar kl. 18
-
13 fjölbreyttar kvöldgöngur
-
Bæði nær og fjær höfuðborgarsvæðinu
Laugardagar kl.9 eða 10
-
4 dagsgöngur
-
í apríl og mai
Við höfum tekið saman lista yfir áhugaverðar gönguleiðir og fjöll sem koma til greina, en endanlegt val fer eftir veðri. Hópurinn hentar þeim sem eru í gönguformi og hafa gaman af útivist í góðum félagsskap.
Þriðjudagsgöngur kl.18: (val)
Írafell og Hádegisfjall, Kjalarnestá, Leirvogsvatn og Guðnahellir, Mosfell og meðfram Leirvogsá, Sandfell í Kjós, Snókur við Skarðsheiði, Jórutindur, Hengilssvæðið, Lokufjall og Hnefi, Austurhlíðar Reykjavíkur, Vífilstaðarhlíð og nágrenni, Hengilssvæðið, Heiðmörk, Vatnsliðarhorn og Lambhagi, Tordalshryggur og Hjálmur, Skógræktin í Krísuvík, Arnarfell.
Laugardagsgöngur kl 9 eða 10: (val)
Móskarðahnúkar og Trana, Vörðufell og böðin í Laugarás, Vörðuskeggi í Hengli, Dagmálafell, Stóra Öxl og Álútur.
Hægt er að kaupa staka göngu fyrir gesti sem eru í gönguformi.
Verð: 62.000 kr
Hægt að nýta styrki frá stéttarfélögum/vinnustöðum.
Leiðbeinendur verða Emelía Blöndal og Rakel G. Magnúsdóttir











