
Barðsnes og Gerpissvæðið
Hin leynda perla Austfjarða
Útivistar og upplifunarferð
Dagsetningar
4. - 7. ágúst 2026 Uppseld
Þessi ferð er fyrir þá sem vilja nýja upplifun, ævintýri og smá bras. Við heimsækjum austasta tanga landsins, Barðsnes eða Gerpissvæðið eins og þetta svæði milli Norðfjarðar og Reyðarfjarðar er oftast kallað. Þetta stórbrotna svæði sem var friðlýst árið 2021, býr yfir ríku fugla og plöntulífi, stórbrotnu landslagi, minjum og merkri sögu. Þarna eru m.a. litrík líparíthraun, þykkt gjóskulag með plöntusteingerfingum, sjaldgæfar plöntutegundir, stórbrotnar klettamyndanir og fallegar hvítar strendur. Síðast en ekki síst erum við komnar burt frá skarkala daglegs lífs til þess að næra líkama og sál, taka vel á því, baða okkur í sjónum, njóta félagsskaparins, kyrrðarinnar og slaka.
Dagur 1: Norðfjörður - Viðfjörður
Ferðin hefst á Mjóeyri við Eskifjörð kl 9:30. Þær sem koma með morgunflugi til Egilsstaða verða sóttar á flugvöllinn gegn vægu gjaldi. Við sameinumst í bíla og keyrum á Norðfjörð þar sem gangan hefst. Gengið verður í Viðfjörð um Hellisfjörð. Við komum okkur fyrir í Flottu uppgerðu húsi í Viðfirði og teigjum á og látum líða úr okkur í gufubaðinu. Gist í notalegum 2-4ja manna herbergjum.
Ganga 17 km. hækkun og lækkun 300 m.
Dagur 2: Barðsnes
Eftir morgunverð pökkum við létt og fáum bátaskutl út á Barðsnes og komum okkur fyrir í gama bænum á Barðsnesi áður en ævintýri dagsins heldur áfram. Í dag ætlum við að ganga Barðsneshringinn sem er mögnuð gönguleið um gömlu líparíteldstöðina með stórkostlegri litadýrð. Leiðin liggur út á Barðsneshornið (Font) þaðan sem við, í góðu skyggni, fáum útsýni yfir Dalatanga og Austfirðina. Á heimleiðinni skoðum við m.a. Rauðubjörg og förum í sjósund í fjörunni áður en haldið er heim í bæ.
Teigjur, kvölverður og varðeldur í fjörunni.
Gist í 2 - 6 manna herbergjum.
Ganga 14 km
Dagur 3: Barðsnes - Viðfjörður
Við pökkum saman og kveðjum þennan dásamlega stað og göngum sem leið liggur inn Viðfjörðinn. Við getumnvalið um tvær leiðir; ganga meðfram ströndinni eftir gömlum slóða með viðkomu á dásamlegri sandströnd. Ef vel viðrar getum við farið upp á eggjarnar fyrir ofan bæinn og notið útsýnisins og haldið inn með hlíðum fjarðarins. Við komum í fyrra fallinu í nýuppgert hús í Viðfirði með nútíma þægindum og gufubaði. Tökum teigjur og „happy“
Ganga 7-11 km
Dagur 4: Viðfjörður – Vöðlavík
Í dag gögnum við upp í Nónskarð til Sandvíkur og þaðan upp í Gerpisskarð, niður Gerpisdalinn til Vöðlavíkur. Úr Nónskaði er flott útsýni yfir á Gerpi, austasta höfða landsins, Sandvík og fleiri tignarlega tinda. Við fáum skutl frá Vöðlavík til Mjóeyrar á Eskifirði þar sem ferðin endar. Á Mjóeyri er rekið ferðaþjónusta með gistinu í fallegum sumarhúsum með gufubaði og heitum potti. Þar er tilvalið að gista áður en haldið er heim á leið og /eða borða í Randólfshúsi, fallegum veitingastað í uppgerðu sjóhúsi rétt við Mjóeyri.
Ganga 15 km 650 m hækkun 700 m lækkun
Verð: 165.000 kr
Innifalið:
• Leiðsögn
• Gisting í 3 nætur
• Fullt fæði frá kvöldverði á degi 1 að kvölverði á degi 4.
• Bátaskutl í Barðsnes og farangursskutl í Viðfjörð
• Skutl frá Vöðlavík á Eskifjörð.
Ekki innifalið:
• Ferðir frá Reykjavík til Eskifjarðar og til baka
• Hádegisnesti á fyrsta degi og kvöldverður á degi 4.
• Áfengir drykkir











