
Gönguhópurinn Virkir morgnar
Göngum saman á fimmtudagsmorgnum kl. 10:00
Náttúra, hreyfing og frábær félagsskapur!
Tímabil 27.mars - 3. júlí.
Verð: kr. 45.000,-
Langar þig til að nýta daginn og ganga í dagsbirtu?
Þessar göngu eru fullkomið tækifæri til að njóta ferska loftsins, hreyfa þig í fallegri náttúru og kynnast skemmtilegu fólki.
Við hittumst kl. 10:00 alla fimmtudaga og göngum saman fjölbreyttar leiðir á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni í 1,5 - 2 klst. í senn. Auk þess verður farið í 3.- 4. klst. langa göngu einn sunnudag í mánuði.
Lögð er áhersla á fjölbreyttar gönguleiðir, frá skóglendi og árbökkum til fallegra fjalla og hrauna og henta göngurnar jafnt byrjendum sem vönu göngufólki.
Hver gönguleið verður ákveðin með tilliti til veðurs og aðstæðna og auglýst á lokaðri Facebook-síðu hópsins 1-2 dögum fyrir göngu.
Dæmi um gönguleiðir:
-
Styttri göngur:
Austurhlíðar Reykjavíkur, Heiðmörk, Hjallar, Vífilsstaðir, Lágafell, Úlfarsfell, Geldinganes, Skáldaleið, Mosfell, Mosfellsheiði, Hvaleyrarvatn, Elliðaárdalur, Kjalarnestá, Gálgahraun, Ásfjall, Helgafell og meðfram Varmá, Álftanes, Straumur Lónakot, Selvogsgata, Sléttuhlíðar og Búrfellsgjá. -
Lengri göngur:
Blikdalur, Botnsdalur, Hengilssvæði, Arnarfell á Þingvöllum, Þyrill og Þyrilsnes.
Þetta er frábært tækifæri til að
-
styrkja bæði líkama og sál
-
uppgötva náttúruperlur í nærumhverfinu
-
byggja upp skemmtilegan félagsskap
Komdu með og uppgötvaðu íslenska náttúru í góðum félagsskap!
Umsjón: Guðrún Frímannsdóttir og Rakel G. Magnúsdóttir
Hægt er að nýta niðurgreiðslur frá stéttarfélögum eða vinnustöðum.
