top of page
Viknaslodir-i_03_edited.jpg

Gönguhópurinn Virkir morgnar

Göngum saman á fimmtudagsmorgnum kl. 10:00 

Náttúra, hreyfing og frábær félagsskapur!

 

Tímabil 27.mars - 3. júlí.

Verð: kr. 45.000,-

Langar þig til að nýta daginn og ganga í dagsbirtu?

Þessar göngu eru fullkomið tækifæri til að njóta ferska loftsins, hreyfa þig í fallegri náttúru og kynnast skemmtilegu fólki.

 

Við hittumst kl. 10:00 alla fimmtudaga og göngum saman fjölbreyttar leiðir á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni  í 1,5 - 2 klst. í senn. Auk þess verður farið í   3.- 4. klst. langa göngu einn sunnudag í mánuði.

 

Lögð er áhersla á fjölbreyttar gönguleiðir,  frá skóglendi og árbökkum til fallegra fjalla og hrauna og henta göngurnar jafnt byrjendum sem vönu göngufólki.

 

​​Hver gönguleið verður ákveðin með tilliti til veðurs og aðstæðna og auglýst á lokaðri Facebook-síðu hópsins 1-2 dögum fyrir göngu.

Dæmi um gönguleiðir:

  • Styttri göngur:
    Austurhlíðar Reykjavíkur, Heiðmörk, Hjallar, Vífilsstaðir, Lágafell, Úlfarsfell, Geldinganes, Skáldaleið, Mosfell, Mosfellsheiði, Hvaleyrarvatn, Elliðaárdalur, Kjalarnestá, Gálgahraun, Ásfjall, Helgafell og meðfram Varmá, Álftanes, Straumur Lónakot, Selvogsgata, Sléttuhlíðar og Búrfellsgjá.

  • Lengri göngur:
    Blikdalur, Botnsdalur, Hengilssvæði, Arnarfell á Þingvöllum, Þyrill og Þyrilsnes.

 

Þetta er frábært tækifæri til að 

  • styrkja bæði líkama og sál

  • uppgötva náttúruperlur í nærumhverfinu

  • byggja upp skemmtilegan félagsskap

 

Komdu með og uppgötvaðu íslenska náttúru í góðum félagsskap!

Umsjón: Guðrún Frímannsdóttir og Rakel G. Magnúsdóttir


Hægt er að nýta niðurgreiðslur frá stéttarfélögum eða vinnustöðum.

 

Bókaðu núna

  • Facebook
  • Instagram

©2023  Millu og Krillu Ferðir

bottom of page