
Strandagönguævintýri
Dagsetning :
-
5. - 8. Mars
Þessi dagsetning er ætlað þeim sem vilja ganga skrefinu lengra og bæta hinni margrómuðu Standagöngu við námskeiðið. Þessi skemmtilegi viðburður sem Strandamenn skipuleggja af sinni alkunnu snilld, er ætlaður öllum og hægt er að velja um styttri og lengri vegalengdir.
Gist verður á hótel Laugarhóli í Bjarnarfirði á Ströndum, þar sem hreyfing, náttúruupplifun og vellíðan fara saman. Eftir góða útiveru látum við líða úr okkur í heitum potti eða böðum okkur í jarðhitaupphituðu lauginni og slökum á í friðsælu umhverfi, umvafin óspilltri náttúru, og njótum þess besta sem veturinn hefur upp á að bjóða.
Auk Strandagöngunnar bjóðum við uppá frábæra skíðakennslu jafnt fyrir byrjendur og lengra komna, dásamlegan mat, nærandi jógatíma í fallegum íþróttasal, notalega “happy hour” stund í góðum félagsskap.
Hótelið er lítið og hlýlegt, og hér myndast skemmtileg og notaleg samvera þar sem allir finna sinn stað – hvort sem þú vilt kyrrð og ró eða hlátur og samveru.
Sjá heimasíðu hótelsins hér https://www.laugarholl.is/
Verð: 104,000- kr. á mann í tveggja og þriggja manna herbergjum.
Innifalið:
-
Gönguskíðanámskeið
-
Gisting á Hótel Laugarhól í 3 nætur
-
Fullt fæði frá morgunnverði á föstudag að hádegisverði á sunnudag
-
Aðgangur að sundlauginni
-
Jóga og teygjur í sal
-
Síðdegis-snarl
Ekki innifalið:
-
Drykkir (Koma með eigin drykki)
-
Kvöldverður á fimmtudag
-
Þátttökugjald í Strandagönguna
Dagskrá:
Dagur 1: Fimmtudagur
Keyrt á einkabílum inn í Selárdal ( skíðasvæðið á Ströndum ) hittumst kl 18.00 en frá Reykjavík eru 3 kls akstur. Við tökum góða 1 1/2 tíma æfingu og keyrum svo heim á hótel Laugarhól. Eftir léttar teygjur og kvöldmat slökun við á í lauginni og komið sér fyrir á herbergjum.
Dagur 2: Föstudagur
Eftir morgunverð ökum við saman inn í Selárdal þar sem æfingar hefjast. Skipt verður í hópa eftir getu svo bæði byrjendur og lengra komnir fái æfingar við sitt hæfi. Þegar æfingu líkur höldum við saman heim á hótel og fáum góðan jógaríma í flotta íþróttasalnum.
Síðan slökum við á í heitri útisundlauginni og undirbúum okkur fyrir happy hour og gómsætan kvöldverð.
Dagur 3: Laugardagur
Eftir morgunverð ökum við inní Selárdal til að taka þátt í Strandagöngunni.
kl 9:00-10:30 Afhending keppnisgagna
kl 11:00 - 11:20 Strandagangan hefst - flæðandi start í Selárdal
kl 15:30 Kaffihlaðborð og verðlaunaafhending í félagsheimilinu á Hólmavík
Slakað á í lauginni við hótelið, "happy", kvöldverður og ball í íþróttasalnum.
Dagur 3: Sunnudagur
Eftir morgunverð könnum við umhverfi hótelsins og Bjarnarfjörð á gönguskíðunum eða skíðum inn í Selárdalinn í fylgd heimamanns. Viðljúkum svo þessari frábæru helgi með síðbúnum hádegisverði á hótelinu áður en haldið er heim á leið.











