top of page
wix7.JPG

Rafhjólaferð í kringum Snæfell

Dagsetning: 1.-5. ágúst 2026

Verð:  172.000 kr 

Austur hálendið er svæði sem margir íslendingar þekkja lítið. Það er innan Vatnajökulsþjóðgarðs og möguleikar til útivistar eru óþrjótandi. Í þessari 4ra nátta hjólaferð gistum við  þrjár nætur í hálendishótelinu Laugarfelli í uppá búnum rúmum með fullu fæði og heitum pottum sem koma sér vel eftir krefjandi hjóladag. Einnig munum við gista eina nótt í Óbyggðasetrinu sem býður uppá uppábúin rúm, spa og heitan pott. Þetta er staður sem lætur engan ósnortinn sem þangað koma. Slóðarnir sem við hjólum eru af öllu tagi frá malbiki, grófum jeppaslóðum að stikuðum sandstígum. Ef aðstæður leyfa er ætlunin að hjóla umhverfis Snæfell. 

​Ferðin hefst á Egilsstöðum að morgni fyrsta hjóladags 1. ágúst. Við keyrum í samfloti inn á hálendið og hjólum fallega leið 20-30 km áður en við komum okkur fyrir í Laugarfelli.

næstu 2 dagar verða valdir eftir aðstæðum og veðri, 20-40 km hvorn dag. síðasta hjóladaginn færum við okkur um set og hjólum sem leið liggur niður í Óbyggðasetur þar sem við gistum siðustu nóttina.

 

Dagskráin verður fastmótuð en mun taka mið af aðstæðum hverju sinni. Við gerum ráð fyrir að heimsækja eftirfarandi svæði: 

  • Snæfellsskála

  • Eyjabakka

  • Inn að Vatnajökli

  • Laugavalladal

  • Hafrahvammagljúfur

  • Kárahnjúka

Ef valið er að ferðast með flugi er möguleiki á að leigja hjól fyrir austan gegn vægu gjaldi eða fá flutning á hjóli austur gegn vægu gjaldi.

Bókaðu núna

  • Facebook
  • Instagram

©2023  Millu og Krillu Ferðir

bottom of page