top of page
IMG_1048.jpg

Mont Blanc - Klárum hringinn

Dagsetningar:
21.-28. júní 2026   

Þessi geysivinsæla og undurfagra gönguleið hefur slegið í gegn meðal Íslendinga og ekki að ósekju. Þessi ferð er tilvalin fyrir ykkur sem hafið nú þegar gengið með okkur áður á þessum slóðum. Gengið verður um dali og fjallaskörð þar sem hver dagur býður upp á nýja sýn á Mt. Blanc og erfiði dagsins er verðlaunað með stórkostlegu og dáleiðandi útsýni yfir jökla, bratta dali og Mt. Blanc, hæsta fjall Alpanna.

Við ætlum að ganga þær dagleiðir sem ekki voru gengnar í fyrri ferðinni. Farin verður 1 dagleið á Ítalíu, 1 dagleið í Frakklandi og 3 dagleiðir í Sviss.

Gengnir verða um það bil 80 km í heildina með um c.a 1000 m hækkun og lækkun á dag.  Allur aðbúnaður er mjög góður, gist verður á litlum hótelum og gistiheimilum, 3 nætur í Chamonix, mekka útivistar í Ölpunum,  2 nætur í Courmayeur sem að sönnu má kalla hina ítölsku háborg alpanna, eina nótt í Champex í Sviss og eina nótt í Trient einnig í Sviss. Þetta er krefjandi ferð svo nauðsynlegt er að undirbúa sig vel!


Hámarksfjöldi í ferð: 20

Farastjórar í ferð : 2


Leiðarlýsing:

Dagur 1: 

Keflavík - Genf - Courmayeur
Beint flug með Icelandair til Genfar. Lent um kl. 13:00. Við förum með rútu til Courmayeur og tekur ferðin
um það bil 2  klst. Þegar við höfum innritað okkur inn á hótelið er frjáls tími til að njóta bæjarins. Courmayeur
er líflegur ítalskur bær sem er þekktur fyrir mikla náttúrufegurð og sem "mekka" útivistar á Ítalíu.
Gist á hóteli í miðbæ Courmayeur.


Dagur 2 :

Val Veny - Courmayeur
Eftir morgunverð fáum við skutl inn Veny dalinn þaðan sem gengið er upp á 
​Mont Favre-hrygginn (2.435 m) Af hryggnum er stórbrotið útsýni yfir Mont Blanc, Aiguille Noire de Peuterey og allan Val Veny dalinn. Eftir hádegisverð lækkum við okkur niður til Courmayeur með útsýni yfir bæinn og upp hinn fallega Val Ferret dal sem förinni er heitið næsta dag. Gistum aftur á hoteli í miðbæ Courmayeur.
Gengið 16 km, hækkun 800 m, lækkun 1300 m

Dagur 3:

Val Ferret - Champex 
Í dag pökkum við í bakpokann og höldum til Sviss. Við fáum skutl inn Ferret dalinn og byrjum á að ganga stuttan spöl inn að Elena skálanum þar gefst okkur kostur á að fá okkur síðasta ítalska kaffibollann í ferðinni. Nú tekur við heilmikil hækkun upp í Grand Col Ferret skarðið (2537) en þaðan er s
tórbrotið útsýni yfir Grandes Jorasses, Mont Dolent (þar sem Frakkland, Ítalía og Sviss mætast), og alla dali beggja vegna. Á góðum degi er þetta eitt fegursta augnablik leiðarinnar.

Þá erum við komin til Sviss og á leiðinni niður tökum við góða pásu í notalegum skála með útsýni yfir svissneskar sveitir. Í lok dags fáum við stutt skutl upp til bæjarinns Champex sem stendur við fallegt vatn. Gist á hóteli með kvöldverð.
Gengið 15 km, hækkun 800-900 m , lækkun 970 m


Dagur 4:

Champex - Trient 

Eftir morgunverð liggur leiðin fyrst í gegnum skóg og stuttan vegslóða, áður en hún sveigir upp í fjallshlíðina ofan við Bovine hæðirnar.  Eftir dálitla hækkun inn á milli trjáa komum við upp í Alp Bovine.

Þaðan er magnað útsýni yfir Rhône-dalinn og fjöllin við Martigny í Sviss og svissneskar sveitir. Eftir Bovine höldum við niður á við í gegnum skóg að Col de la Forclaz. Þaðan liggur stígurinn niður í Trient-dalinn, þar sem við sjáum bleiku kirkjuna sem er einkennistákn þorpsins. Þar ætlum við að gista í skála í 5-8 manna herbergjum með kojum.
Gengið 13-15 km, hækkun 750 m, lækkun 850  m


Dagur 5:

Trient - Tre le Camp - Chamonix 

Nú hefjum við gönguna til Frakklands. Við  höldum af stað eftir götum Trients bæjar og inn eftir dalnum. 

Áður en langt um líður hækkum við okkur í átt að Col de Balme hryggnum sem skilur að Frakkland og Sviss.

Eftir að upp er bíður okkar óviðjafnalegt útsýni yfir Chamonix dalinn Frakklands meginn og öll þau fjöll og tinda sem þessi dalur hefur upp á að bjóða  ásamt sjálfum tindi Mont Blanc.

En alltaf eftir að upp er komið þarf að fara niður líka. Nú tekur við þægilegur hryggur í átt að Tre le camp þaðan sem við fáum skutl síðasta spölinn niður dalinn og inn til bæjarins Chamonix þar sem við ætlum að dvelja á góðu hóteli með litlu spai næstu þrjá nætur.
Gengið 10-12 km, hækkun 850 m, lækkun 700 m


Dagur 6:

Flegere - Brevant - les Houches

Þessi síðasti göngudagur er sko ekki af verri endanum. Við tökum strætó og svo kláf upp til Flegere þar sem gangan hefst eftir suður svölum dalsins. Nú blasir Mont Blanc tindur við okkur ásamt Aquille de Midi og fleiri tindum. Eftir að til Brevant er komið getum við valið um að fara skemmtilega stigaleið eða taka kláf sem styttir og léttir leiðina. Síðasti spölurinn er allmikil lækkun niður eftir hrygg dalsins. Á leiðinni niður stoppum við í litlum sætum skála, njótum þessa útsýnis í síðast sinn, hvílum okkar áður en við göngum alla leið til Les Houches en þar lokast hringurinn, þar sem væntanlega einhverjir hófu fyrri ferðina.
Við tökum strætó til baka  til Chamonix og gistum aftur á sama hóteli og nú verður fagnað.
Gengið: 16 km, hækkun: 800 m, lækkun: 1270 m


Dagur 7:
Í dag er frídagur í Chamonix. Hægt er að fara með kláf úr miðbænum upp á Aguille du Midi (3842 m) sem
enginn ætti að sleppa. Þið sem hafið nú þegar farið þangað getið tekið rauðu lestina inn í Valle de Glaciers, gengið um og skoðað safnið, Musée de la Montagne des Chapieux. Það sem eftir lifir dag er upplagt að njóta stemningarinnar í þessum einstaka fjallabæ sem Chamonix er.


Dagur 8:
Rúta frá hóteli til Genfar þaðan sem flogið er heim til Íslands. 

Verð: 355.000 kr

Staðfestingagjald: Greiðist við skráningu 60.000 kr

 

Innifalið:

➢ undirbúningsfundur og undirbúnings göngur.

➢ rútuferðir til og frá flugvellinum í Genf

➢ leiðsögn

➢ gisting 7 nætur í tveggja manna herbergjum með sérbaði á hótelum og 1 nótt í fjallaskála með morgunverð

➢ 2 kvöldverðir

➢ flugvallarskutl, allt skult milli gönguleiða og farangurs skutl.

Ekki innifalið:

➢ flug 

➢ 5  kvöldverðir

➢ hádegisverðir

➢ drykkir

➢ kláfur á degi 6

➢ kláfur upp í Aguille du Midi og miði í Rauðu lestina.

➢ ferða- og forfallatrygging

Athugið:

Þátttakendur þurfa að bera farangur sinn á ca. 8 kg bakinu í 3 daga.

Bókaðu núna

  • Facebook
  • Instagram

©2023  Millu og Krillu Ferðir

bottom of page