top of page
IMG_5348.jpg

Ferðaskíði í Bjarnafirði 2026

Dagsetening:

12.-15. mars 2026

Skíðaganga    er    ein    besta    og    skemmtilegasta    hreyfing    og    útivist    sem hægt  er   að finna    á    veturna. Við ætlum að bjóða ykkur norður á Strandir, þar sem við gistum 3 nætur á notalegu hótelinu okkar,  Laugarhóli í Bjarnafirði. Ferðast verður út frá hóteli, annað hvort setjum við á okkur skíðin á hlaðinu eða við nýtum okkur stutt skutl til að kanna nýjar leiðir. Gist verður í tveggja og þriggja manna herbergjum með sérbaði. Hótelið  býður upp á flottan íþróttasal  sem við nýtum í teygjur, jóga og dans, kósý setustofu og síðast en ekki síst heita sundlaug með náttúrulaug þar sem frábært er að slaka á eftir  skíðadaginn.   

Þessi ferð er hugsuð fyrir alla ferðaskíðaiðkendur, byrjendur jafnt sem lengra komna. 

Bjarnarfjörður býður upp á endalausa möguleika og er dásamtlegt fyrir alla sem vilja komast í stutt frí í sveitinni með þægilegri hreyfingu og góðri slökun. 

Sjá heimasíður hér:

https://www.laugarholl.is/

​​

Verð: kr 125.000

Innifalið:

  • Leiðsögn

  • Gisting í 3 nætur með morgunverð í tveggja manna herbergi

  • 2 kvöldverðir

  • 2 nesti 

Ekki innifalið:

  • Akstur í Bjarnafjörð

  • Kvöldverður á komudegi

  • Drykkir

  • Hádegisverður á degi 4 

Dagskrá:   


Dagur    1:    Bjarnafjörður    
Ekið er á einkabílum seinnipart í Bjarnafjörð þar sem við komum okkur fyrir á hótelinu.  Möguleiki  á  að slaka á í heitri   útisundlauginni. Undirbúningsfundur kl. 20:30.        

Kvöldverður    ekki    innifalinn.        

    
Dagur    2:    Bjarnafjörður    -    Sunndalur   
Skíðað    frá    hóteli  inn að mynni Goðdals. Þaðan höldum við áfram inn í Sundal.    Eftir stutt nestisstopp skíðum við niður með Fjarðaránni heim á hótel. 

Hringleið 10-13 km ganga, ca 5 klst.,   hækkun/lækkun óveruleg.   

 
Dagur    3:    Trékyllisheiði -  Bjarnafjörður    

Eftir     morgunverð     fáum     við     skult  upp á Bjarnarfjarðahálsinn. Við skíðum norður eftir Trékyllisheiðinni eftir gamalli þjóðleið. Ef snjóalög leyfa reynnum við okkur rólega niður í Sunndalinn og heima á hótel.
Teigjur og jóga í salnum,  sund,    happy    hour    og    2ja    rétta    kvöldverður.    
12-14   km    ganga, hækkun, 300m hækkun/lækkun    


Dagur    4:    Selárdalur   
Síðasta daginn ætlum við að heimsækja aðstöðu skíðafélags Strandamanna í Selárdal. Við setum á okkur skíðin við fína skíðaskálann þeirra og tökum flottan hring í þessum fallega dal. Heimferð (hádegismatur ekki innifalinn).  

Möguleikar fyrir skíðaleiðir eru margar svo við áskiljum okkur rétt til að breyta leiðum eftir snjóalögum og veðri. 

Bókaðu núna

  • Facebook
  • Instagram

©2023  Millu og Krillu Ferðir

bottom of page