top of page
Forsíðumynd.jpg


Fjörður - Ferðaskíðaferð

20.-22. mars 2026

Dagsetning: 20. -22. mars 2026

Verð: kr. 110.000,-

Hópastærð 12-18 manns

Hvalvatnsfjörður og Þorgeirsfjörður, austan Eyjafjarðar eru oft saman kallaðir Fjörður. Fjörður er afskekkt og einstaklega fallegt svæði sem fór í eyði árið 1944. Það er  fáfarið, sem gerir það að spennandi áfangastað fyrir þá sem leita að friðsælum og lítt numdum stöðum. Í Fjörðum má finna gamlar minjar frá fyrri tímum sem bera vitni um líf og starfsemi fólks á þessum afskekkta stað. Fjörður er því fullkominn áfangastaður fyrir náttúruunnendur sem vilja upplifa hina hráu og óspilltu náttúru Íslands í sinni tærustu mynd.

Ferðin hefst og endar á Grenivík. Gist verður í svefnpokaplássi í skálum Ferðafélags Fjörðunga í  Gili í Hvalvatnsfirði. Allur farangur er trússaður og einungis þarf að bera dagpoka.  Boðið verður upp á léttar jógaæfingar í lok göngudags. Allur matur er innifalinn (nema nesti á degi 1 og kvöldmatur á degi 3) og við hjálpumst að við matseldina.

Dagskrá:

 

Dagur 1 Föstudagur 20. mars 

Keyrt á einkabílum til Grenivíkur og hittst þar kl 8.30. Við losum okkur við farangur, ferjum bíla að endapunkti göngunnar, keyrum síðan upp á bílastæði Kaldbaksferða þar sem við hefjum skíðagönguna. Við göngum sem leið liggur upp í Grenjárdal og þaðan upp á Þröskuld og rennum við okkur ljúft niður Trölladalinn niður í Skálann Gil sem er nýr og vel útbúinn skáli. Þar ætlum við að dvelja næstu 2 nætur.

15 -18 km

 500 m hækkun og lækkun

Dagur 2 Laugardagur 21. mars

Í dag er ætlunin að skíða flottan hring  niður í Hvalvatnsfjörð og aftur til baka í skála. Þessi leið fer alveg eftir snjóalögum en vonandi komumst við alla leið niður að sjó og ef veður leyfir hækkum við okkur örlítið og fáum flott útsýni yfir í Þorgeirsfjörð.

15 – 18 km

300 m hækkun og lækkun

Dagur 3 Sunnudagur 22. mars

Við göngum frá skálanum og höldum til baka  upp og út Leirdalsheiðina. Uppi á heiðinni er fallegt útsýni yfir Hvalvatnsfjörðin og þegar lengra er komið fáum við einnig dásamlegt útsýni inn Eyjafjörðin. Þar bíða okkar nokkrir bílar sem flytja bílsjóra að sækja bílana.

16-17 km

 400 m hækkun og lækkun.

Innifalið:

  • 2 leiðsögumenn í 3 daga

  • Trúss á farangri

  • Gisting í skálum í 2 nætur

  • 2 x morgunverður

  • 2 x nesti 

  • 2 x kvöldverður

 

Ekki innifalið:

  • Akstur til og frá Grenivík

  • Nesti á föstudegi  og kvöldverður á sunnudegi 

  • Drykkir nema kaffi,te, kakó og vatn 

  • Orkunasl

Bókaðu núna

  • Facebook
  • Instagram

©2023  Millu og Krillu Ferðir

bottom of page