
Ferðaskíði á Ströndum 2024
Dagsetening:
20.-23. mars 2024
Skíðaganga er ein besta og skemmtilegasta hreyfing og úivist sem hægt er að finna á veturna. Nú ætlum við að bjóða ykkur með okkur norður á Strandir á 3ja (3ja nátta) daga ferð. Ferðast verður milli staða á ferðaskíðum (utanbrautargönguskíðum) með léttan bakpoka á bakinu. Gist verður á hótel Laugarhól í Bjarnarfirði í herbergjum með sérbaði. Hótelið býður upp á flottan íþróttasal fyrir joga/teygjur í lok skíðadags, kósý setustofu og síðast en ekki síst heita sundlaug þar sem frábært er að slaka á eftir gönguskíðadaginn. Einnig verður gist á hótel Djúpuvík í Reykjafirði.
Sjá heimasíður hér:
Verð: 122.000 kr
Innifalið:
-
Leiðsögn
-
Gisting í 3 nætur með morgunverð í tveggja manna herbergi
-
2 kvöldverðir
-
2 nesti og hádegisverður á degi 4
-
Skutl
Ekki innifalið:
-
Akstur í Bjarnafjörð
-
Kvöldverður á komudegi
-
Drykkir
Dagskrá:
Dagur 1: Bjarnafjörður
Ekið er á einkabílum seinnipart í Bjarnafjörð þar sem við komum okkur fyrir á hótelinu. Möguleiki á að slaka á í heitri útisundlauginni. Undirbúningsfundur kl 20:30.
Kvöldverður ekki innifalinn.
Dagur 2: Bjarnafjörður - Djúpavík
Skíðað frá hóteli upp á Trékyllisheiði og niður í Djúpuvík um Kjósarhjalla sem er gamla þjóðleiðin niður í Reykjafjörð. Komið á hótel Djúpuvík þar sem okkar bíður bjórjóga, tveggja rétta kvöldverður og gisting í 2ja manna herbergjum.
20-22 km ganga, hækkun/lækkun u.þ.b. 400 m
Dagur 3: Djúpavík - Bjarnafjörður
Eftir morgunverð fáum við skult inn í botn Reykjafjarðar, þaðan sem við skíðum upp Reykjadalinn, skinnum upp á Búrfellsbrúnirnar þaðan er ægifagurt útsýni yfir öll helstu fjöll Strandabyggðar m.a. Glissu og Lambatind. Snjóalög munu svo ákvarða leiðaval þennan dag; yfir Trékkyllisheiði og niður á Bjarnafjarðarháls eða niður Selárdalinn í Steingrímsfirði. Gist á hótel Laugarhóli.
Bjórjóga, heit sundlaug og náRúrulaug, happy hour og 2ja rétta kvöldverður.
21-24 km ganga, hækkun, 500 m hækkun/lækkun
Dagur 4: Bjarnafjörður
Eftir morgunverð ætlum við að kanna nærumhverfið í Bjarnafirði. Leiðin fer eftir snjóalögum. Súpa í hádeginu áður en lagt verður af stað heimleiðis.











