top of page
IMG_9202.jpg

Gönguferð í Dólómítafjöllum

Dagsetning:  4. september -11.september 2026.

Komdu með í ógleymanlega gönguferð um Ítölsku Dólómítana, þar sem þú upplifir eitt stórkostlegasta fjallalandslag Evrópu. Hver dagur býður upp á stórbrotnar náttúruperlur og við ferðumst um töfrandi staði eins og Pragser vatnið og Plätzwiese hásléttuna og göngum umhverfis hina heimsfrægu “Drei Zinnen” (Þrír Tindar).

 

Gist verður á góðum hótelum í heillandi fjallaþorpum eins og Cortina d'Ampezzo og Toublach, þar sem við getum endurnært okkur eftir daginn. Gönguferðin býður upp á fjölbreyttar gönguleiðir og er hönnuð fyrir náttúruunnendur í góðu líkamlegu formi.

 

Þessi ferð er upplifun sem lætur engan ósnortinn og skilur eftir dásamlegar minningar, fullkomin blanda af ævintýri, náttúrufegurð og gestrisni.

 

Verð á mann í tveggja manna herbergi: kr. 359.000. 


Innifalið:
• Rútuferð frá Feneyjum til Toblach/Dobbiaco og til baka til Feneyja.
• Gisting í 3 og 4 * hótelum með morgunverð í 7 nætur
• 5 kvöldverðir
• Farangurstrúss milli hótela
• Leiðsögn og akstur
• Miðar í Faloria kláfinn


Ekki innifalið:
• Millilandaflug 
• Drykkir
• Hádegisverðir
• Kvöldverðir í Cortina.
• Ferðatrygging og Gistináttagjald.


Leiðarlýsing:


Dagur 1:  Keflavík – Feneyjar.
Áætluð lendin í Feneyjum um 13:00.  4-5 klst akstur til Toublach (Dobbiaco í suður Tírol þar sem við  gistum þar fyrstu nóttina.

Kvöldverður á hóteli.

Dagur 2 : Monte Elmo - Toblacher see 

Eftir góðan morgunverð tökum við lestina til San Candido/Innichen þar ssem við tökum kláf upp í 2000 m hæð. Þar ætlum við að ganga á lítinn tind Monte Elmo 2225m sem er rétt við landamæri Austuríkis, Ítalíu og Sloveníu. Þar uppi  fáum óborganlegt útsýni yfir Dólómíta fjöllin í heild sinni og einnig Júlíensku Alpana. 

Seinni part dags verður svo boðið upp á létta göngu umhverfis Toblacher see, fallegt vatn í Toblach þar sem við gistum aðra nótt.

Kvöldverður á hóteli.


Dagur 3 :  Toblach/Dobbiaco – Pragser Tal/Valle di Braies – Plätzwiese.
Eftir morgunverð er ekið inn að hinu friðsæla og kristaltæra Pargser vatni í Pragser dal. Vatnið er undurfagurt, umkringt dökkum barrskógi og hvítþvegnum klettaveggjum sem eru einkennistákn Dolomítanna. Gönguleiðin liggur upp í alpahagann Rosalm þar sem við borðum hádegismat í flottum skála.
Síðan liggur leiðin upp í fjallaskarð og yfir á Plätzwiese hásléttuna. Þar yfir tróna tignarlegu fjöllin Dürrenstein og Hohe Gails. Hér er yndislega friðsælt og ótrúlegt útsýni. Í fjarska sjáum við fjöllin Cristallo, Tofana og heimsfrægu “Drei Zinnen (Three Peaks)”. Gist í tvær nætur á hóteli með heilsulind.

Hækkun ca 1075 m, lækkun ca. 550 m / approx. 5 - 6 tímar 15 km.


Dagur 4:  Plätzwiese – Dürrenstein.
Ganga dagsins hefst á Pläzwiese hásléttunni sem státar af fallegustu göngusvæðum landsins, með heiðarvötnum og mikið af sjaldséðum plöntutegunum. Hér getum við valið um tvær leiðir; stutta eða lengri. Báðar bjóða upp á magnað útsýni yfir fjöllin Hohe Gaisl, Drei Zinnen, Tofana og Monte Cristallo.
Hækkun ca. 800 m, lækkun ca. 800 m 4 – 5 tímar 10 km.


Dagur 5:  Plätzwiese – Knappenfußtal – Gemärk/Cimabanche – Cortina
d‘Ampezzo.

Gengið yfir Plätzwiese hásléttuna og niður í gegnum Knappenfuss dalinn til Cimabanche á landamærum Suður Tyrol og Belluno. Hægt að velja milli tveggja möguleika ; taka strætó til Cortina d’Ampezzo þar sem næstu vetrarólympíuleikarnir 2026 verða eða ganga lengri leið um skarðið Col Rosa. Staðsetning þessa fallega bæjar er mögnuð, í miðjum fjallasal. Gist í þrjár  nætur á 3-4* hóteli í Cortina.
Hækkun ca 600 m, lækkun ca 900 m, 5-20 km.

 

Dagur 6: Fjallasalir Cortina.
Eftir morgunverð tökum við Faloria kláfinn sem liggur frá miðbæ Cortina upp á upp á Mt. Faloria sem er í 2,120 m hæð. Þaðan er val um tvær gönguleiðir; sú lengri liggur í átt að Forcillo Faloria og sú styttri eftir Dolomieu Panorama leiðinni. Báðar liggja þær í átt að Þriggja tinda hálsinum, Passo Tre Croci. Niðurleiðin til Cortina er sú sama fyrir báðar leiðir.
Lengri leið hækkun 300 m, lækkun 1.175 m. 6 tíma ganga eða Styttri leið hækkun 75 m, lækkun. 975 m 4 tíma ganga.

 

Dagur 7: Cortina d’Ampezzo – Auronzo Hut – Drei Zinnen (Three Peaks) –Drei Zinnen (Three Peaks) útsýnisstaður.

Dagurinn hefst með stuttri bílferð upp í skálan Auronzo sem er beint fyrir neðan hina heimsfrægu “Tree Peaks”. Í fjallastríðinu í fyrir heimstyrjöldinni börðust Ítalía og Austurríki-Ungverjaland um þessa glæsilegu tinda sem eru líklega þekktasta bergmyndun Dólómítafjallanna. Héðan er svo róleg ganga niður Rienzdalinn til Dreizinnenblick þaðan sem við tökum rútu til Toublach þar sem við gistum.

Dagur  8:  September, Feneyjar 

Eftir góðan nætursvefn og morgunverð fáum við rútu sem flytur okkur til Feneyjar þar sem við fljúgum aftur heim. Flug kl: 16.00. Þarna er tilvalið að lengja ferðina og eyða helginni í Feneyjum.

Bókaðu núna

  • Facebook
  • Instagram

©2023  Millu og Krillu Ferðir

bottom of page