top of page
IMG_5419.JPG
Gönguskíðaævintýri á landamærum
Ítalíu og Slóveníu

Ný ferð, ný upplifun

17. - 24. janúar 2026 
24. - 31. janúar 2026

Við göngum um ósnortið vetrarlandslag í dölum milli Júlíönsku Alpanna og Friulísku Dólómítanna, þar sem fjallakyrrðin ríkir og njótum matarmenningar, gestrisni og afþreyingar sem endurnýja bæði sál og líkama. Ferðin hentar jafnt byrjendum sem reyndum og býður upp á fjölbreyttar og aðgengilegar leiðir fyrir alla sem kunna að meta vetrarævintýri í fallegu landslagi. Gist á 3 góðum hótelum með spa.

Verð: 319.000 kr. á mann í tvíbýli

Dagsetning:  17. -24.janúar 2026  Farastjóri Sigrún Hallgrímsdóttir
                      24.- 31. janúar 2026  Farastjóri Emelía Blöndal (Milla)

 

Flogið til Verona :

Verðið er án flugs en við eigum frátekið flug með Play þessar dagsetningar á kr : 73.000. 

 

DAGUR 1 – KOMIÐ TIL TARVISIO

Rúta frá flugvelli til Travisio. Mæting á hótelið í vinalega vetrarbænum Tarvisio.

 

DAGUR 2 – TÖFRANDI HRINGLEIÐ Í VAL SAISERA (ca. 15 km)

Eftir morgunverð förum við með rútu að Saisera-dalnum þar sem leiðin liggur um furuskóga, og snjóbreiður með stórkostlegu útsýni. Þeir sem vilja geta valið styttri eða lengri leið. Um kvöldið snúum við aftur á hótelið.

DAGUR 3 – FRÁ ITALÍU TIL SLOVENÍU: PLANICA OG KRANJSKA GORA (ca. 25 km)

Við byrjum daginn í Planica, frægu norrænu miðstöðinni í Kranjska Gora. Þar bíða okkar glæsilegar gönguskíðabrautir með útsýni yfir slóvensku fjallatindana. Eftir hádegi geta ævintýragjarnir skellt sér í hundasleðaferð (valkvætt, ekki innifalið).

DAGUR 4 – SAPPADA: (ca. 15 km)

Við heimsækjum Sappada, þekktan stað í Friulísku Dólómítunum þaðan sem frægar ólympíuskíðakempur eiga rætur að rekja. Hér er þægilegt að skíða eftir snæviþöktum dölum. Eftir hádegi er tækifæri til að kynnast skotfimi í biathlon-íþróttinni í Carnia Arena (valkvætt).

DAGUR 5 – SAPPADA: DAGUR TIL AÐ SKÍÐA EFTIR EIGIN HRAÐA (ca. 15–27 km)

Deginum er varið í að kanna fjölbreyttar gönguskíðaleiðir Sappada – allt frá auðveldum leiðum fyrir byrjendur til krefjandi æfingaleiða fyrir reyndari.

 

DAGUR 6 – FRÁ SAPPADA TIL FORNI DI SOPRA: SKÍÐI OG SNJÓÞRÚGUGANGA (ca. 15 km)

Við skíðum meðfram hinni tignarlegu Tagliamento-ánni og endum daginn með ógleymanlegri „Cjaspole e Frico“ snjóþrúgugöngu með leiðsögn og kvöldverði úr héraði.

DAGUR 7 – FORNI DI SOPRA: SLÖKUN, GANGA OG GRAPPA (valkvætt)

Hér er val um annan skíðadag í Sorni di Sorpa, hvíldar- og endurnæringadag og grappa smökkun (ekki innifalið).

DAGUR 8 – BROTTFÖR

Heimferð.

Innifalið:

• Hálft fæði (morgunverður og kvöldverður)

• Gisting í tvíbýli á góðum hótelum í 7 nætur

• Undirbúningsfundur

• Leiðsögn

• Farangursskutl

• Rútuferð til og frá flugvelli 

• Strætó kort og aðgangur í skíðasporin

Aðgangur að heilsulind hótelanna 

Ekki innifalið:

• Flug

• Hádegisverðir

• Drykkir

• Leiga á búnaði (hægt er að leiga búnað)

• Forfalla- og ferðatrygging.

Bókaðu núna

  • Facebook
  • Instagram

©2023  Millu og Krillu Ferðir

bottom of page