
Gönguskíðaferðalag í Ítölsku Dólómítunum
17.-24.1 2026
Upplifðu einstakt skíðagönguferðalag um Ítölsku Dólómítana um stórbrotið fjallalandslag þar sem háir tindar og friðsælir dalir mynda töfrandi umgjörð. Við ferðumst í gegnum gróskumikla skóga, yfir víðáttumiklar hásléttur og inn í litlu fjallaþorpin sem gefa ferðinni sinn sérstaka sjarma.
Leiðirnar eru fjölbreyttar og henta bæði þeim sem vilja krefjandi gönguskíðadaga og þeim sem kjósa styttri leiðir og afslöppun. Á ferðalaginu upplifum við heillandi náttúruperlur á borð við Prato Piazza hásléttuna og Val Fiscalina dalinn, auk þess sem tækifæri gefst til að fara í snjóþrúgugöngu og skoða þorpslífið í Villabassa, Dobbiaco og Cortina d’Ampezzo. Að kvöldi gistum við í hlýlegum fjallahótelum með heilsulindum, þar sem hver dagur endar í góðum félagsskap og endurnæringu.
Komdu og njóttu ævintýrisins – þetta er ferð fyrir þá sem vilja tengjast náttúrunni, endurnæra sálina og upplifa friðsældina sem Dólómítarnir bjóða upp á.
Verð: 319.000 kr. á mann í tvíbýli
Dagsetning: 17. - 24. janúar 2026
Fararstjóri: Emelía Blöndal (Milla)
Dagur 1: Keflavik – Munchen-Verona – Sesto (Sexten)
Boðið verður upp á rútuferð bæði frá Munchen og Verona og keyrt til bæjarins Sexten. Sexten er lítill krúttlegur bær í hjarta Dólómítanna. Gist er á hóteli í Sexten með spa í tvær nætur.
Dagur 2: Sesto - Val Fiscalina – Sesto (10 - 20 km)
Gönguskíðaleiðin okkar liggur um hinn friðsæla Fischlein-dal sem er ein fallegasta gönguleið í
Dólómítunum. Útsýnið er algjörlega magnað þar sem hrikalegir tindar Dólóítanna blasa við.
Dagur 3: Sesto - Braies/Prato Piazza (u.þ.b. 25 km)
Við skíðum meðfram Sesto-ánni í gegnum þykkan greniskóg til San Candido sem er lítill bær við rætur Haunold tinda. Við höldum áfram til Dobbiaco og við skíðum framhjá Nordic Arena Skíðagöngumiðstöðinni, áfram framhjá fallega þorpinu Villabassa, inn í Braies dalinn. Þar hoppum við upp í rútu sem fer með okkur uppá Prato Piazza hásléttuna þar sem við gistum á flottu hóteli með spa í einstakri náttúruperlu.
Dagur 4: Hringleið Prato Piazza (einn hringur ca. 6 km) og snjóþrúguganga
Í dag æfum við okkur og skíðum nokkra hringi í 2000 metra hæð á þessari frægu hásléttu milli fjallanna Picco di Vallandro 2,839 m og Croda Rossa d’Ampezzo 3,146. Við munum einnig fara í snjóþrúgugöngu til Monte Specie. Á góðum degi er útsýnið yfir Dólómítafjöllin ógleymanlegt.
Dagur 5: Val Casies – Villabassa/Dobbiaco(Toblach) (u.þ.b. 10 - 25 km )
Eftir morgunmat er rúta frá Prato Piazza til Monguelfo/Val Casies. Þar skíðum við á breiðum, sólríkum dalbotninum í gegnum draumkennt vetrarlandslag, framhjá fallegum sveitabæjum. Nokkrir veitingastaðir eru á leiðinni þar sem upplagt er að stoppa og fá sér hressingu. Við höfum síðan val um að halda áfram til Monguelfo og þaðan yfir akrana til Villabassa eða Dobbiaco eða hoppa upp í strætó og stytta áfangann.
Gist í Dobbiaco á dásamlegu hóteli með spa.
Dagur 6: Villabassa/Dobbiaco – Valle di Landro/Cortina d’Ampezzo (10 - 25 km)
Við hefjum gönguna við gönguskíðamiðstöðina Nordic Arena, þar sem besta gönguskíðafólk heims keppir á hverju ári um mikilvæg stig á heimsbikarmótinu. Við fylgjum járnbrautarlínum gömlu Dolomitajárnbrautarinnar inn í Landro-dalinn, fram hjá Dobbiaco vatni og höldum áfram að útsýnisstað yfir hina frægu Þríhnjúka. Þaðan höfum við möguleika á að halda áfram til skíðabæjarins Cortína d’Ampezzo. Heimferðin er með almenningssamgöngum.
Dagur 7: Villabassa/Dobbiaco - hvíldardagur
Í dag höfum við val um að hvíla okkur, heimsækja bæina Brunico eða Cortina, eða fara stuttan
gönguskíðahring í dalnum. Einnig væri hægt að fara í gönguferð í nágrenni Villabassa/Dobbiaco eða kaupa sér gönguskíðakennslu. Gist í Dobbiaco.
(Möguleiki er á að við þurfum að keyra til Munchen seinnipart dags og gista þar til að ná flugi heim næsta dag.)
Dagur 8: Brottför
Rúta til Munchen og Verona , þaðan sem flogið er beint til Kef.
Innifalið:
• Hálft fæði (morgunverður og kvöldverður)
• Gisting í tvíbýli á góðum hótelum í 7 nætur
• Undirbúningsfundur
• Leiðsögn
• Farangursskutl
• Rútuferð frá flugvelli til Sesto 17. jan og tilbaka 24.jan.
• Strætó kort og kort í skíðasporið.
Aðgangur að heilsulindum á Hótelunum.
Ekki innifalið:
• Flug
• Hádegisverðir
• Drykkir
• Leiga á búnaði (hægt er að leiga búnað)
• Forfalla- og ferðatrygging.
