top of page
Frönsku Alparnir hjólaferð 3 kroppuð.jpg

Rafmagns fjallahjólaferð í Frönsku Ölpunum

Dagsetning: 8. september - 15. september 2026.   

Komdu með í ógleymanlega hjólaferð um frönsku Alpana – frá Chamonix til Annecy!

Ferðin hefst í Chamonix-dalnum þar sem Mont Blanc gnæfir yfir og fjallaloftið er tært og svalt. Fyrstu dagleiðirnar liggja um stórbrotið landslag með útsýni til jökla og tinda. Síðan liggur leiðin inn í græna dali með engjum, skógum og heillandi fjallaþorpum.

Þegar við nálgumst Annecy breytist stemningin – loftið hlýnar og skyndilega blasir Annecy-vatn við,  skærblátt og spegilslétt, með fjöllin í bakgrunni. Síðasti spölurinn liggur meðfram vatninu og inn í Annecy, þar sem síki, litríkar byggingar, strandlíf og líflegt mannlíf taka á móti þér.

Þetta er ferð fyrir þau sem vilja hreyfingu, náttúrufegurð og skemmtilega upplifun í góðum félagsskap – fullkomin blanda af ævintýri og notalegri stemningu.

Farastjórar: Jón Gunnar Tynes og Hilmar Már Aðalsteinsson

 

Verð á mann í tveggja manna herbergi: kr. 364.000.

Staðfersingargjald 60.000 greiðist við bókun.


Leiðarlýsing:


Dagur 1: 8. september, Keflavík – Genf-Chamonix
Brottför með flugi Icelandair  kl 7:20. Í Genf  bíður rúta sem ekur okkur til bæjarins Chamonix í Frönsku Ölpunum  (1 kls. 15 mín  akstur)

Komið til Chamonix um 15.30 og eftir að við höfum komið okkur fyrir á hótelinu er nóg eftir af deginum til að skoða bæinn og fá sér gott að borða. Stuttur fundur á hóteli.

Dagur 2: 9.september Hringleið frá Chamonix

Eftir morgunverð og afhendingu á hjólunum hefjum við  fyrsta hjóladaginn.
Skemmtileg hringleið frá Chamonix er fullkomin byrjun og frábær leið til að kynnast dalnum á rafmagnsfjallahjóli. Við hjólum eftir fallegum árbökkum og skógarstígum. Á leiðinni opnast útsýni yfir nokkra af frægustu tindum Alpanna; Mont Blanc, Aiguille du Midi og brattir granítklettar sem gera umhverfi Chamonix einstakt. Stígarnir eru fjölbreyttir með nokkrum skemmtilegum brekkum. Við endum hringinn aftur í Chamonix eftir frábæran dag.
Hjólað 30 - 40 km 800 - 1000 m hækkun og lækkun eftir leiðarvali.

Dagur 3 : 10. september, Chamonix - Lac Vert

Eftir morgunverð á hótelinu hjólum við beint út í hið stórbrotna landslag frönsku Alpanna. 

Leiðin frá Chamonix að Lac Vert (Grænavatni) er ein sú fallegasta í dalnum – stutt, fjölbreyttu útsýni yfir Mont-Blanc fjallgarðinn. Frá miðbænum liggur sléttur og þægilegur stígur niður eftir dalnum í átt að Les Houches, þaðan sem leiðin sveigir inn á skógarstíga með mjúkum brekkum og náttúrlegum hjólarennum. Þegar komið er inn í skóginn tekur við friðsælt umhverfi, ilmur af grenitrjám og smá kaflar þar sem þarf að leggjast aðeins á pedalan. Að lokum birtist Lac Vert, ein af duldu perlum Chamonix-dalsins – smaragðsgrænt fjallavatn með skógivöxnum hlíðum í kring. Eftir góðan hádegisverð á einum fallegasta útsýnisstað dalsins rennum við okkur ljúflega aftur niður til Chamonix.
Hjólað 45 km 1300 m hækkun og lækkun.


Dagur 4 : 11. september,  Chamonix - Combloux 

Í dag skiljum við farangurinn eftir í andyri hótelisins, yfirgefum Chamonix og höldum í suðurátt.

Leiðin liggur eftir fallegum dalbotni meðfram suðurhlíðum Mont Blanc. Þaðan hjólum við upp skógivaxinn fjallastíg að Maison Neuve og áfram í átt að Col de Voza, þar sem útsýnið opnast yfir stórbrotna tinda og jökla svæðisins. Við tekur skemmtilegur kafli niður í Saint-Gervais-les-Bains og þaðan áfram til Combloux bæ, sem er þekktur fyrir rólega alpastemningu og frábært útsýni.

Gist á litlu fjallahóteli í ævintýralegu landslagi.
Hjólað 32 - 35 km 1230 m hækkun.


Dagur 5: 12. september,  Combloux – Flumet – Col des Aravis – La Clusaz

Frá  Combloux sveigir leiðin niður í grænan dal og áfram eftir  stígum til þorpsins Flumet. Eftir stutt kaffistopp hefst klifrið upp að hinu þekkta fjallaskarði Col des Aravis, einu af klassískum skörðum frönsku Alpanna. Klifrið frá Flumet er um 13 km langt eftir vegum og  skógarstígum og hlíðum Aravis-fjallgarðsins. Þegar við náum efstu brúnum skarðsins, opnast stórkostlegt útsýni – bæði yfir Aravis-fjöllin og til Mont-Blanc í fjarska. Þaðan liggur skemmtileg leið niður í átt að La Clusaz, líflegu fjallaþorpi þekktu fyrir hjólabrautir og afslappað andrúmsloft.

Gist á flottu hóteli með heilsulind í tvær nætur.

36km leið og 1.000 m hækkun. Hægt er að lengja þessa dagleið ef vilji er fyrir hendi.


Dagur 6 : 13. september,   Hringleið frá La Clusaz

​Frá fjallaþorpinu La Clusaz liggur fjöldi spennandi stíga um grónar hlíðar þorpsins og upp að útsýnisbrúnum Aravis-fjallgarðsins. Leiðin liggur um skógarstíga og breiða malarvegi sem hlykkjast upp hlíðarnar, áður en við förum inn á skemmtilega fjallahjólaleið með fjölbreyttu landslagi – frá þéttum skógum upp á opnar brekkur með víðu útsýni yfir dalinn.
Á leiðinni njótum við kyrrðar alpaengjnanna, fáum tæknilega kafla sem krydda daginn og mörg tækifæri til að stoppa og njóta fjallaloftsins. Þegar vegurinn sveigir niður aftur í átt að La Clusaz tekur við skemmtileg leið aftur inn í þorpið. Við endum hringinn þar sem við byrjuðum, í hjarta La Clusaz  eftir skemmtilegan dag.

Kílómetrar, hækkun og lækkun fara eftir leiðarvali þegar komið er á staðinn, einnig er þessi dagur tilvalinn til að taka því rólega og nota kláfa og ganga.

Njótum lífsins í fallegu heilsulindinni á hótelinu það sem eftir er dags.
 

Dagur 7: 14. september, La Clusaz - Annecy

Eftir morgunverð rennum við okkur af stað í síðasta hjóladaginn.

Leiðin frá La Clusaz er einstaklega þægileg dagleið þar sem við hjólum að mestu niður á við eftir fjallshlíðum Aravis-fjallgarðsins. Stígar og litlir sveitavegir leiða okkur niður dalinn, gegnum gömul þorp og fallegt umhverfi, þar til við komum að bökkum vatns við þorpið Menthon-Saint-Bernard. Þar tekur við sléttur og þægilegur hjólastígur, meðfram vatninu, þar sem útsýnið yfir bláan vatnsflötinn og fjallahringinn allt í kring fylgir okkur allan tímann. Þarna eru fjölmargir staðir til að stoppa og slaka á, taka myndir eða fá sér ís eða kaffi. Leiðin meðfram vatninu liggur til Annecy þar sem við komum okkur fyrir á hóteli í miðbænum, skilum hjólunum og njótum alls þess sem bærinn hefur uppá að bjóða.

hjólað 40 km og 500 m hækkun.


Dagur 8: 15. september, Annecy - Genf - Ísland 

Eftir góðan nætursvefn og morgunverð fáum við rútu sem flytur okkur til Genfar, þaðan sem við fljúgum heim kl 14:00 

Það er tilvalið að lengja ferðina og skoða Genf eða vera eftir í Annecy.

Innifalið:

  • Einka rúta frá Gefn til Chamonix og frá Annecy til Genfar.

  • Gisting á 3. og 4. stjörnu hótelum með morgunverði í 7 nætur

  • Farangurstrúss milli hótela

  • Leiðsögn

  • Leiga á fulldempuðu rafmagns fjallahjóli og hjálmur ef óskað er.

 

Ekki innifalið:

  • Millilandaflug 

  • Drykkir

  • Hádegisverðir

  • Kvöldverðir

  • Ferðatrygging og Gistináttagjald

Bókaðu núna

  • Facebook
  • Instagram

©2023  Millu og Krillu Ferðir

bottom of page