top of page
IMG_3838.jpg

Hvalfjörður og Borgarfjörður
3ja daga útivistar- og upplifunarferð

Ný og spennandi 3ja daga útivistar- og upplifunarferð í Hvalfjörð og Borgarfjöð.

Þessi svæði bjóða upp á ótal möguleika á stuttum, fallegum og fjölbreyttum

gönguleiðum við allra hæfi.

Við gerum ráð fyrir að fara í góða göngutúra alla daga en áskilum okkur rétt til að aðlaga

prógrammið að veðri. Gengnir verða uþb 10 km á dag í 2-3 styttri gönguferðum með

hvíld á milli. Þessi ferð er hugsuð fyrir þá sem vilja ekki fara hratt yfir, njóta en ekki

þjóta. Allar göngurnar eru á flatlendi og ættu að vera við allra hæfi og eru hugsaðar út

frá því að hægt sé að stytta þær og lengja, allt eftir þörfum fólks.

Gist verður glæsilegu, nýuppgerðu hótel Varmalandi í 2 nætur sem staðsett í hjarta

Borgarfjarðar og konum gefst tækifæri á að fara í Krauma spa að loknum fyrsta eða

örðum göngudegi.

Dagskrá:

 

Dagur 1: Mánudagur

Lagt af stað í rútu úr Reykjavík kl. 09:00 og ekið sem leið liggur inn Hvalfjörðinn sem í dag er lítið

ekinn. Við gerum ráð fyrir að fara í tvær göngur fyrir og eftir hádegi sem verða miðaðar við veður.

Við höfum úr fjölmörgum fallegum gönguleiðum að spila t.d. skógurinn

í Fossárdal, hinn víðáttumikili og fallegi Botnsdalur í botni Hvalfjarðar og

Þyrilsnesið svo eitthvað sé nefnt.

Komið á hótel Varmaland seinnipartinn þar sem við að sjálfsögðu tökum

léttar teigjur og hamingjustund (happy hour).

Samtals ganga u.þ.b. 4-5 klst. 6-10 km

 

Dagur 2: Þriðjudagur

Morgunnmatur á hótelinu frá kl. 8-10. Eftir morgunnmat ætlum við að aka upp að Bifröst.

Göngur dagsins verða upp með hinni margrómuðu Norðurá, frá Paradísarlaut, að Glanna og

áfram upp með ánni. Eftir hádegisverð í Hraunsnefi göngum við umhverfis Grábrókarhraun og inn

að hinu dásamlega Hreðavatni. Hægt verður að stytta eða lengja göngurnar eftir þörfum hverrar

og einnar. Þær sem treysta sér skella sér að sjálfsögðu upp á Grábrók.

Samtals ganga u.þ.b. 4 - 5 klst.

Dagur 3: miðvikudagur

Eftir góðan morgunverð ætlum við að skoða nærumhverfi hótel Varmalands. Við göngum góðan

hring um Varmaland með útsýni yfir allan Borgarfjörðinn. Aldrei að vita nema við fáum að

heimsækja heimafólk. Á heimleiðinni stoppum við í hádegisver á góðum stað.

Samtals ganga 2 klst.

Verð:

98.000, - kr á mann í tveggja manna herbergi

108.000, - kr á mann í eins manns herbergi

 

Innifalið:

  • Akstur og leiðsögn í 3 daga

  • Gisting í tveggja manna herbergi í 2 nætur með morgunmat

  • 2ja rétta kvöldverður bæði kvöldin

 

Ekki innifalið:

  • Nesti á degi 1 og hádegisverðir á degi 2 og 3

  • Drykkir á hótelinu

  • Aðgangur í Krauma

  • Búnaðarlisti:

  • Gönguskór með góðum sólum

  • Bakpoki með primaloft/dúnúlpu, regnfötum, sólvörn, nesti og vatnsbrúsa

  • Snyrtileg föt fyrir kvöldverðinn, sundföt

Bókaðu núna

  • Facebook
  • Instagram

©2023  Millu og Krillu Ferðir

bottom of page