
Prosecco skvísuferð
Dagsetning: Dagsetning kemur inn fljótlega en farið verður um miðjan sept 2024
Ítölsku Prosecco-hæðirnar liggja á milli bæjanna Conegliano og Valdobbiadene í Treviso-héraði á Veneto svæðinu, á norðaustur Ítalíu. Svæðið er þekkt fyrir hið heimsfræga og virta Prosecco freyðivín. Árlega eru framleiddar 90 milljón flöskur af víninu sem er flutt út um allan heim. Árið 2019 var svæðið sett á heimsminjaskrá UNESCO.
Prosecco hæðirnar bjóða upp á mikla náttúrufegurð, fallegar hæðir og dalir með sólríkum vínekrum og ótal vínbúgörðum. Þarna er frábært göngusvæði. Gengið verður meðfram elstu vínleið Ítaliu, í gegnum gamla smábæi, fram hjá klaustrum og kastölum, yfir hæðir og niður í dali, í gegnum forn skóglendi. Alls staðar hittum við gestrisna vínbændur sem keppast við að bjóða okkur að smakka mismunandi tegundir af Proscecco.
Þessi ferð er fullkomin blanda af hæfilegri hreyfingu, upplifun, náttúru, menningu og vínsmökkun!
DAGSKRÁ:
Dagur 1: Flug með Play
Lagt af stað frá KEF að kvöldi og flogið til Feneyja með Play Aor, Lent um kl. 21:05.
Akstur á flugvallarhótel.
Dagur 2: Tarzo- Arfanta
Síðla morguns verður ekið að upphafsstað fyrstu gönguleiðarinnar. Gengið verður í gegnum
skóglendi og vínræktarsvæði og eftir þægilega hækkun komið í lítið þorp sem heitir Arfanta.
Þaðan er dásamlegt útsýni yfir þorp og hæðirnar allt um kring.
6 km, u.þ.b. 1,5-2 klst ganga
Dagur 3: Arfanta - Pieve di Soligo
Ganga dagsins leiðir okkur til Bivacco Marsini, að endurgerðri 17. aldar vatnsmyllu sem hetir Molinetto della Croda. Síðan áfram í gegnum lítinn bambusskóg og í gegnum vínræktarland til Soligo.
15 km, u.þ.b. 4,5-5 klst. ganga
Dagur 4. Pieve di Soligo- Col San Martino
Eftir smá klifur komum við að fallegu litlu kirkjunni San Gallo. Stígurinn liggur í hlykkjum um
vínviðarþaktar hæðirnar í Soligo. Þessi leið býður upp á óviðjafnanlegt útsýni. Áfram er haldið
framhjá Col Bria, að helgidómnum Collagù en nafnið er dregið af beittri lögun fjallsins ofan við
helgidóminn.
11 km, u.þ.b.4,5-5 klst ganga
Dagur 5: Col San Martino - Valdobbiadene
Dagurinn hefst á því að klifra um víngarða og síðan gengið í gegnum skóga, framhjá Col Moliana, Valle dell'Eremita og Costa Granda, sem er hæsti punktur göngunnar. Áfram liggur leiðin upp og niður eftir hæðóttum hálsinum og stoppað til að dáðst að umliggjandi hæðum sem allar eru þakktar vínvið. Eftir gönguna verður ekið til Valdobbiadene.
15 km u.þ.b. 4 klst ganga.
Dagur 6: Guia – Follina - Feneyjar
Ekið til Guia þaðan sem gengið verður áleiðis til Follina. Þaðan er svo ekið til Conegliano þar sem Dersut kaffisafnið verður skoðað áður en haldið er á hótel í Feneyjum (meginlandinu).
Ganga 12 km.
Dagur 7: Feneyjar
Frjáls dagur til að njóta listisemda hinnar fögru Feneyjaborgar.
Dagur 8: Heimflug
Morgunmatur á hótelinu. Akstur á flugvöll og heimflug kl. 10:05
Verð: Verð á mann í tveggja manna herbergi með hálfu fæði:
Innifalið
• Gisting á gistiheimilum og 3* hótelum með morgunverði í 7 nætur
• 3 kvöldverðir með 1 glasi af víni, 1 x vínsmökkun með kvöldmat,
• Farangurstrúss milli hótela
• Allt skult skv. dagskrá
• Aðgangseyrir að Dersut safninu
• Íslensk fararstjórn og leiðsögn











