
Umhverfis Mont Blanc
Frábæru 8 daga gönga umhverfis Mt Blanc.
Service Description
Þessi geysivinsæla og undurfagra gönguleið hefur slegið í gegn meðal Íslendinga og ekki að ósekju. Gengið verður um dali og fjallaskörð þar sem hver dagur býður upp á nýja sýn á Mt. Blanc og erfiði dagsins er verðlaunað með stórkostlegu og dáleiðandi útsýni yfir jökla, bratta dali og Mt. Blanc, hæsta fjall Alpanna. Löng hefð er fyrir því að ganga umhverfis fjallið hvíta og gott stígakerfi tengir saman skála og þorp. Við ætlum ekki að ganga allan hringinn en taka allt það besta sem þessi fræga gönguleið hefur upp á að bjóða. Gengnir verða um það bil 80 km í heildina með um og yfir 1000 m hækkun og lækkun á dag. Við göngum frá Chamonix í Frakklandi til Courmayeur á Ítalíu, ásamt því að taka flottustu leiðirnar út frá Chamonix. Allur aðbúnaður er mjög góður, gist verður á litlum hótelum og gistiheimilum, 4 nætur í Chamonix, mekka útivistar í Ölpunum, 1 nótt í Contamines, 1 nótt í Les Chapieux og 1 nótt í Courmayeur sem að sönnu má kalla hina ítölsku háborg alpanna. Þetta er krefjandi ferð svo nauðsynlegt er að vera í góðu formi og undirbúa sig vel!


