top of page
Forsíðumynd

Ferðaskíði á flekaskilum 
Mývatn-Þeistareykir-Húsavík 

Upplifðu stórbrotna náttúru og einstök háhitasvæði á þessu ógleymanlega skíðaferðalagi um Kröflu, Þeistareyki og Húsavík. Við munum skíða yfir víðfeðmar hraunbreiður, meðfram gígbörmum og líða ljúflega norður eftir Reykjaheiðinni  yfir flekaskilin til Húsavíkur.

Við gistum eina nótt á Fosshótel Mývatni, eina nótt á Fosshótel Húsavík og látum líða úr okkur í heitum böðum eftir ævintýralega skíðadaga. Hápunktur ferðarinnar er gisting í tvær nætur í upphitaða fjallakofanum á Þeistareykjum þar sem gamla, góða skálastemningin ræður ríkjum.  Skíðaleiðirnar eru fjölbreyttar og henta öllum með grunnþjálfun á gönguskíðum

Gerðu þér dagamun og njóttu norðurlandsins á einstakan hátt – upplifun sem endurnærir bæði líkama og sál!

 

Dagstening: 27.- 31. mars 2026

Verð: 168.000 kr. á mann í tvíbýli

Staðfestingargjald:  35.000 kr.

 

Dagur 1: Mývatn

Mæting á Fosshótel Mývatn þegar fólki hentar og komum okkur fyrir á herbergjum (kvöldmatur ekki innifalinn). 

Stuttur fundur kl 21.00

 

Dagur 2: Krafla - Þeistareykir

Eftir morgunverð komum við farangrinum fyrir í trússbílnum og fáum skutl inn að Kröflu. Krafla er megineldstöð og þar er að finna háhitasvæði með leirhverum og gufuhverum. Við hefjum gönguna við eldgígin Víti.

Ferðaskíðaleiðin okkar liggur á flekaskilum yfir Leirhnjúkahraun, úr gosinu 1975-1984, yfir í sigdalinn Gjástykki með 20m háa klettaveggi á tvo vegu, (svipað og á Þingvöllum). Eftir góða pásu höldum við svo norður fyrir Gæsafjöll og rennum okkur niður í Þeystareikjaskála þar sem við gistum. Skálinn á Þeystareykjum sem lúrir undir bæjarfjallinu, er einfaldur A-laga skáli með rennandi vatni og salernisaðstöðu. 

Ef ekki er nægilegur snjór í hrauninu munum við skíða stóran, flottan hring í kringum Kröflu fjallið sjálft með útsýni yfir norðanvert hálendið, Herðubreið og fleiri flott fjöll. Keyra síðan í samfloti í skála eftir gott bað í jarðböðunum.


18 -22 km  Hækkun 100 m, lækkun 300 m.

Dagur 3: Stóra Víti og Litla Víti 

Í dag ætlum við að skíða upp á Þeistareykjabunga en Þeistareykjabunga  er Dyngja sem myndaðist í gosi fyrir 10.000 árum. Við þræðum hraunið og  skíðum stóran hring í kringum hina merkilegu gíga, Stóra Víti og litla Víti, sem eru fallgígar í Þeistareykjabungunni. Þetta er mjög áhugavert svæði að heimsækja og fáir hafa litið augum áður.

Teygjur, happy hour og  kvöldverður þegar komið verður í skála að loknum skíðadegi.

12 - 15 km 300 m hækkun og lækkun 

Dagur 4: Þeystareykir - Húsavík

Eftir hafragraut og nestisgerð höldum við inn á Reykjaheiðina í átt að Húsavík

Við skíðum yfir Þeystareykjahraunið, meðfram Höskuldarvatni og fáum okkur nesti á skíðasvæði Húsvíkinga. Eftir góða pásu höldum við áleiðis til Húsavíkur og verður leiðarval háð snjóalögum. Ef við erum heppin, náum við að skíða alla leið inn í bæ. Hægt er að fá skutl frá skíðasvæði Húsvíkinga niður í bæ fyrir þreyttar fætur. Eftir flottan skíðadag, komum við okkur fyrir á Fosshótel Húsavík og skellum okkur svo í Sjóböðin. Þriggja  rétta kvöldverður á hótelinu.


20-30 km. Bíll fylgir okkur þennan dag og hægt að fara í stytta daginn ef þarf.

Hækkun óveruleg, lækkun 300 m.

 

Dagur 5: Heimferð

Ef bílar verða skildir eftir á Mývatni fáum við skutl í bíla að loknum morgunverði á hóteli  og höldum heim á leið eftir vel heppnaða skíðaferð.

 

Innifalið:

  • Undirbúningfundur

  • Leiðsögn

  • Farangurstrúss frá Mývatni til Húsavíkur

  • Akstur á Kröflu og allur annar akstur  í bíla ef þarf

  • 2 nætur á hóteli í tveggja manna herbergi með morgunverð

  • 2 nætur  í skála í svefnpokaplássi með morgunverði

  • 1x þriggja rétta kvöldverður á hótelinu á Húsavík

  • 2 x kvöldverður í skála

  • 3x nesti

 

Ekki innifalið:

  • Drykkir annað en kaffi,kakó, te og vatn

  • Nasl í bakpokann

  • Aðgangur að baðlónum

  • Ferðir til og frá Mývatni

  • Kvöldverður á degi 1

 

 

Bókaðu núna

  • Facebook
  • Instagram

©2023  Millu og Krillu Ferðir

bottom of page