
Utanbrautar Skíðahópur 2026
Utanbrautar skíðahópurinn okkar er komin til að vera. Þrátt fyrir að veturinn 2025 hafi verið með eindæmum lélegur, náðum við markmiði okkar að skíða allar okkar ferðir.
Við hefjum leikinn 2026, 5. janúar með vikulegum ferðum á utanbrautar gönguskíðum. Við munum ganga fallegar náttúruleiðir umhverfis höfuðborgarsvæðið alla mánudaga (ef snjóalög leyfa) frá kl. 18.00-20.00 .
Ykkur verður boðið í facebook hóp þar sem þú er upplýst/ur um staðsetningu næstu ferðar í hverri viku. Allar ferðirnar á mánudögum verða í fólksbílafæri stutt frá borginni .
Innifalið í verðinu er 10 skipti( og fleiri ef aðstæður leifa) þar meðtalið 2 helgar skíðanir á Þingvöllum, á Hengilsvæðinu og 1 einna náttar ferð ( gisting og matur greiðsist sér) c.a 18.000 kr.
Helgar ferðir:
laugardagur 7. febrúar, 8 febrúar til vara.
laugardagur 14. mars, 15 mars til vara.
1 nátta ferð 21.-22. febrúar.
Við bjóðum þeim sem vilja prófa, eitt skipti frítt. Hafið samband við milluogkrilluferdir@gmail.com. Hægt er að leigja skíði hjá versluninni Everest.
Leiðbeinendur eru: Emelía Blöndal (Milla), Inga Björg Hjaltadóttir, Linda Udengard og
Sigrún Hallgrímsdóttir.
Verð 49.000 kr











