top of page
IMG_9065.jpg

Á ferðaskíðum um Austurhálendið 2025

Dagsetning:
23.-27. apríl 2025  
Að ferðast um víðerni hálendisins á ferðaskíðum gefur frelsistilfinningu sem á enga sér líka. Við ferðumst utan alfaraleiða umhverfis hið magnaða Snæfell konung íslenskra fjalla og hæðsta fjall utan jökla. Ef skyggni leyfir höfum við útsýni yfir Herðubreið, Öskju, Kverkfjöll,Lónsöræfi og síðast en ekki síst sjálfan Vatnajökul. Ferðin er trússuð svo aðeins þarf að bera dagspoka. Leiðin er þægileg yfirferðar og hækkun/lækkun er óveruleg. Ef snjóalög verða óhagstæð, gætum við breytt áætluninni og gist allar nætur í Laugarfelli ( sem er flottasti skáli landsins ),en skíðað samt sem áður á þeim svæðum sem getið er í leiðarlýsingu með stuttu skutli. Lágmarks fjöldi í brottför er 12 þátttakendur. 


Verð:  162.000 kr


Innifalið:

  • Leiðsögn 

  • Gisting 

  • Fullt fæði frá kvöldverði á fyrsta degi

  • að morgunverð á síðasta degi

  • Akstur til og frá flugvelli

  • Trúss

Ekki innifalið:

  • Drykkir (koma með eigin drykki)

  • Nesti á fyrsta degi

  • Nasl í bakpokann


Dagskrá:


Dagur 1: EGILSSTAÐIR - LAUGARFELL
Ferðin hefst á Egilsstaðaflugvelli þegar morgunvélin lendir kl 9:00. Við ökum sem leið liggur
inn í Fljótsdal og upp á Bessastaðahálsin þar sem við spennum á okkur utanbrautargönguskíðin. Leiðin liggur inn Fljótsdalsheiðina með útsýni yfir konung fjallanna, tignarlega Snæfell. Eftir 3ja-4ra tíma göngu er komið í Laugarfell sem staðsett er í jaðri Vatnajökulsþjóðgarðs. Við komum okkur fyrir í 2-4ra manna herbergjum og eftir jógateigjur er bað í heitu náttúrulaugunum sem samkvæmt gömlum sögnum eru gæddar lækningamætti. Eftir slökun og bað er „happy hour“ og kvöldmatur.

17 km ganga


Dagur 2: LAUGARFELL – SNÆFELLSSKÁLI
Eftir morgunverðarhlaðborð og upphitun eru skíðin spennt undir skóna. Við höldum af stað
upp með Laugaránni og norður fyrir Snæfellið þar sem Ljórár- og Dökkárjölar mætast. Þaðan
er slétt og þægileg leið inn í Snæfellsskála. Á góðun degi er stórkostlegt útsýni yfir Brúaráröræfin; Hálslón, Snæfell og Brúarjökulinn, stærsta skriðjökul Vaðnajökuls. Líklegt er að
við sjáum hreindýrahjarðir á vappi þar sem við erum stödd í þeirra heimkynnum. Eftir 6 klst.
ferðalag komum við í krúttlega skálan við Snæfell þar sem hin alkunna fjallastemning tekur
völdin.

18-22 km ganga


Dagur 3: SNÆFELLSSKÁLI – EYJABAKKAR – LAUGARFELL
Eftir hafragraut deluxe skíðum við áleiðis inn í Þjófadali. Þaðan höldum við meðfram Snæfellshálsi og niður í Eyjabakka sem eru þekktir sem einn stærsti heiðagæsavarpstaður í heimi. Ef skyggni leyfir er útsýni yfir Eyjabakkabakkajökul, niður í Lónsöræfi og niður í Fljótsdal. Við skjótum okkur svo niður með Laugarfellinu og rennum heim í skálan við Laugarfell þar sem heitu laugarnar bíða spenntar eftir okkur. Gist í Laugarfellskálanum. Hægt er að stytta þessa dagleið með því að fá skutl síðasta legginn.

24-30 km ganga


Dagur 4: LAUGARFELL – ÓBYGGÐASETRIÐ
Í dag er léttur dagur. Við sofum út og rennum okkur svo ljúflega (eða göngum, fer eftir snjóalögum) niður í Norðurdal, þar sem við fylgjum Jökulsá í Fljótsdal niður í Óbyggðasetrið. Þessi dagur er óvissudagur því leiðin fer alfarið eftir snjóalögum. Við gistum í í Óbyggðasetrinu þar sem húsráðendur taka vel á móti okkur. Óbyggðasetrið er innsta byggða ból í Fljótsdal og þar hefur verið byggt upp frábær aðstaða með heitum potti og gufubaði. Öll húsakynni eru uppgerð í notalegum gamaldags stíl og við munu njóta lokakvöldverðar úr hráefni úr héraði. Punkturinn yfir i-ið er óbyggðasýningin.

15 - 18 km ganga


Dagur 5 : ÓBYGGÐASETRIÐ – EGILSSTAÐIR
Eftir morgunverð er ekið niður í Egilsstaði í flug (eða akstur) heim.

Ath. Þessi leiðarlýsing er háð snjóalögum og veðri. Ef það verður ekki nægur snjór til að ganga umhverfis Snæfellið, gistum við aukanótt í Laugarfelli og sleppum Snæfellsskála. 

Bókaðu núna

  • Facebook
  • Instagram

©2023  Millu og Krillu Ferðir

bottom of page